Kjarasamningur við Bændasamtök Íslands
Starfsgreinasamband Íslands og Bændasamtök Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning 31. apríl síðastliðinn um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf. Auk þess falla ráðskonur/matráðar á bændabýlum undir samninginn.Samningurinn nær ekki til þeirra starfsmanna sem starfa við ferðaþjónustu eða aðra starfsemi sem fellur ekki undir ofangreinda skilgreiningu. Starfsmenn, sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl, geta þó fallið undir gildissvið samningsins enda sé það samþykkt af hálfu viðkomandi stéttarfélags.
Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022 og byggir á kjarasamningi SGS og SA sem undirritaður var 3. apríl síðastliðinn. Allir launaliðir samningsins taka breytingum í samræmi kjarasamning SGS og SA.
Engar breytingar eru á þeim þáttum samningsins sem snúa að ákvæðum um vinnutíma, starfsaldurstengdar launahækkanir eða önnur sérákvæði samningsins. Minnt er á að skylt er að gera skriflega ráðningarsamninga innan mánaðar frá ráðningu, enda standi ráðning starfsmanns lengur en einn mánuð. Breytingar á ráðningarkjörum skal staðfesta með sama hætti.
Samninginn í heild sinni má finna hér.