Kjarasamningur við sveitarfélögin
Starfsgreinasamband Ísland fyrir hönd aðildarfélaga skrifaði undir nýjan kjarasamning við Launanefnd sveitarfélaga í síðustu viku eftir langar og strangar viðræður.
Samningurinn fer í kynningu í þessari viku en sjá má kynningarbæklinginn hér
Samningurinn er í takt við þá kjarasamninga sem undirritaðir hafa verið undanfarið og má sjá hann í heild sinni hér
Kynningarbæklingurinn (ásamt kjörseðlum) verður sendur út fljótlega en atkvæði þurfa að hafa borist kjörstjórn Bárunnar, stéttarfélags fyrir kl. 16.00 18. júlí nk.
Þeir sem ekki fá kjörseðil en telja sig eiga að greiða atkvæði um samninginn eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Bárunnar sem fyrst svo hægt sé að kanna málið.
Þar sem erfitt er að ná fólki saman á einn kynningarfund vegna sumarleyfa þá hefur verið ákveðið að fara þá leið að bjóða upp á kynningar á vinnustöðum. Þeir sem þess óska eru beðnir að setja sig í samband við Hjalta Tómasson á skrifstofu Bárunnar, stéttarfélags á netfangið hjaltit@midja.iseða í síma 480 5000