Við vinnum fyrir þig

Translate to

Kjarasamningurinn samþykktur

Atkvæðagreiðslu er lokið hjá Bárunni, stéttarfélagi, Selfossi um Sáttatillögu Ríkissáttasemjara frá 21. febrúar 2013 og jafnframt Aðalkjarasamning milli Samtaka atvinnulífsins og Bárunnar, stéttarfélags sem undirritaður var 21. desember 2013. Atkvæðagreiðslan var rafræn og þeir félagsmenn sem voru í sambandi við skrifstofu lýstu ánægju sinni með það fyrirkomulag. Atkvæðagreiðslunni lauk í dag föstudaginn 7. mars kl. 12:00.

 Á kjörskrá voru 1098, atkvæði greiddu 150 eða 13,66%

Já 122 eða 81,4%

Nei 24 eða 16%

Auðir 4 eða 2,6%

 Samningurinn er því samþykktur.

 

 

Kjörstjórn Bárunnar, stéttarfélags