Við vinnum fyrir þig

Translate to

Kjörfundi lýkur á miðvikudag

Ákveðið hefur verið að framlengja kosningu um kjarasamningana sem undirritaðir voru þann 21. desember síðastliðinn. Kjörfundi líkur kl. 12.00 á hádegi nk. miðvikudag í stað þriðjudags.  Send voru út bréf til félagsmanna sem starfa eftir samningi við Samtök atvinnulífsins, þ.e. þeirra sem starfa á almenna markaðinum.  Í sendingunni til félagsmanna eru kjörgögn með notandanafni og lykilorði inn á rafrænan atkvæðaseðil á heimasíðu Bárunnar, stéttarfélags.  Einnig er hægt að greiða atkvæði á skrifstofu félagsins. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu félagsins í síma 480-5000.