Kjörís valið fyrirtæki ársins 2013
Kjörís hefur verið valið fyrirtæki ársins í árlegri könnun sem Báran, stéttarfélag og Verslunarmannafélag Suðurlands standa fyrir meðal félagsmanna sinna.
Ágæt þátttaka var í könnuninni þetta árið og greinilegt að hún vekur meiri athygli með hverju árinu. Markmið könnunarinnar er að gera það eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki að hljóta þessa nafnbót og þá um leið að skapa sér gott orðspor á vinnumarkaði.
Fulltrúar starfsmanna og forsvarsmenn fyrirtækisins tóku á móti formönnum félaganna í dag, sem mættu með veglega blómakörfu og viðurkenningarskjal til staðfestingar á kjörinu.
Könnun var gerð meðal félagsmanna varðandi aðbúnað, stjórnun, líðan og kjarasamningsbundin réttindi.
Fimm efstu fyrirtækin eru:
- Kjörís
- Landsvirkjun
- Sláturfélag Suðurlands
- Húsasmiðjan
- Hótel Selfoss
Á myndinni hér fyrir ofan eru í réttri röð: Anna Kristín Kjartansdóttir, skrifstofustjóri, Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri, Gils Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurlands, Halldóra S. Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélag og Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri.