Við vinnum fyrir þig

Translate to

Kosning hefst á morgun um kjarasamning milli SGS og ríkisins

Sæl öll

Nú er komið að því að kjósa um kjarasamning milli SGS og ríkissins.

Kosningin hefst kl. 12:00 á morgun 19. mars og lýkur fimmtudaginn 26. mars kl. 16:00 – tengill á kosninguna verður settur á heimasíðu Bárunnar á morgun og einnig auglýstur á facebook.

 

Á slóðinni hér að neðan má finna kynningarefni.

https://www.sgs.is/kjaramal/kjarasamningar/kjarasamningur-sgs-og-rikisins-2019-2023/

 

Það var ákveðið að fitja upp á þeirri nýjung að gera stutt kynningarmyndband um helstu atriði samningsins sem félagsmenn geta skoðað hér.

https://www.youtube.com/watch?time_continue=13&v=FD9ReT_SA1g&feature=emb_logo

 

Kynningarbæklingur verður sendur á alla þá sem eru á kjörskrá með pósti.

 

Í ljósi þess að ekki er hægt að halda hefðbundna kynningarfundi viljum við hvetja okkar trúnaðarmenn og félagsmenn alla, til að vera duglegir að deila því með öðrum að  kynningarefni sé komið á heimasíðu okkar sem og facebook svo allir geti tekið upplýsta ákvörðun og kosið.

Við hvetjum alla félagsmenn til að taka þátt í kosningunni. Hvert atkvæði skiptir máli.