Við vinnum fyrir þig

Translate to

Kosningin er hafin um kjarasamning SGS og ríkissins

Kæru félagar !

Kosningin er hafin og lýkur henni fimmtudaginn 26. mars kl. 16:00

Til að kjósa, ýttu á kosninga hnappinn hér að neðan  / You can vote here by pressing the red button below.

 

Á slóðinni hér að neðan má finna kynningarefni. Það var ákveðið að fitja upp á þeirri nýjung að gera stutt kynningarmyndband um helstu atriði samningsins sem félagsmenn geta skoðað hér.

https://www.youtube.com/watch?time_continue=13&v=FD9ReT_SA1g&feature=emb_logo

Helstu atriði samningsins eru :

  • Laun hækka í samræmi við lífskjarasamninginn og hækka frá 1. apríl 2019.
  • Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar.
  • Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi.
  • Vinnuvika vaktavikufólks verður 36 stundir m.v. fullt starf og nýtt launamyndunarkerfi tekið upp. Breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu sem býður upp á manneskjulegra umhverfi með styttri vinnuviku, þar sem miðað er að bættri heilsu, auknu öryggi og betri samþættingu einkalífs og vinnu.
  • Tekin er upp ný launatafla sem byggir á álagsþrepum en ekki aldurþrepum, í tengslum við það eru stofnannasamningar endurskoðaðir og er ráðstafað allt að 142 milljónum króna vegna þessa.
  • Framlag í orlofssjóð hækkar.
  • Fellt út ákvæði um að heimilt sé að láta fólk gista í tjöldum.
  • Persónuuppbót sem greiðist 1. maí ár hvert og nemur 50.450 kr. fyrir fullt starf árið 2020. Desemberuppbót hækkar úr 115.850 kr. árið 2019 í 124.750 kr. árið 2022. Tekið er upp nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám.

Kynningarbæklingur verður sendur á alla þá sem eru á kjörskrá með pósti.

 

Í ljósi þess að ekki er hægt að halda hefðbundna kynningarfundi viljum við hvetja okkar trúnaðarmenn og félagsmenn alla, til að vera duglegir að deila því með öðrum að  kynningarefni sé komið á heimasíðu okkar sem og facebook svo allir geti tekið upplýsta ákvörðun og kosið.

Við hvetjum alla félagsmenn til að taka þátt í kosningunni. Hvert atkvæði skiptir máli!!