Við vinnum fyrir þig

Translate to

Kveðjur frá Bárunni

 

Fallin er nú frá góður félagi og vinur og okkur hjá Bárunni langar að minnast hans með fátæklegum kveðjuorðum.

Halldór var mikill óþreytandi baráttumaður fyrir réttindum launafólks þó hans bardagar færu flestir fram annarsstaðar en á síðum fjölmiðla. Hann var bæði réttsýnn og sanngjarn en fastur fyrir og rökfastur þegar við átti. Við hjá Bárunni áttum í töluverðum samskiptum við hann gegnum árin og hann starfaði mikið með formanni Bárunnar í mörgum þýðingarmiklum verkefnum innan verkalýðshreyfingarinnar.

Fyrir utan yfirburðaþekkingu sína og reynslu af verkalýðsmálum þá var Halldór gegnheill og góður drengur og auðvelt að láta sér líka við hann, jafnvel þó hann væri á öndverðum meiði við skoðanir þeirra sem ekki höfðu hans reynslu og kunnáttu til að bera og vildu viðra skoðanir sínar. Verkalýðshreyfingin og launafólk á Íslandi horfir á bak einum af sínum bestu drengjum og ötullum talsmanni fyrir bættum og sanngjörnum kjörum. Sérstaklega er vert að nefna framlag Halldórs til bætts eftirlits á vinnumarkaði og með hagsmunum erlends verkafólks en þar er víða pottur brotinn sem kunnugt er.

Við kveðjum Halldór með söknuði og sendum aðstandendum hans okkar dýpstu samúðarkveðjur

 

Starfsfólk Bárunnar, stéttarfélags.

https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/andlat-halldor-gronvold/