Kynning á kjarasamningi sem skrifað var undir 21. desember
Kaupliðir
Almenn launahækkun
Hinn 1. janúar 2014 skulu laun hækka um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Aðrir kjaratengdir liðir hækka um 2,8% á sama tíma.
Sérstök hækkun kauptaxta
Í stað áðurgildandi kauptaxta komi nýir sem eru hluti samninga viðkomandi aðildarsamtaka ASÍ. Launataxtar undir 230.000 kr. á mánuði hækka sérstaklega um 1.750 kr. Kauptaxtar gilda frá 1. janúar 2014.
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf skv. kjarasamningum viðkomandi aðildarsamtaka ASÍ skulu vera kr. 214.000 frá 1. janúar 2014 fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki.
Desember- og orlofsuppbót
Desemberuppbót miðað við fullt starf er á árinu 2014 kr. 53.600 (VR/LÍV 60.900).
Orlofsuppbót (1.maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er á árinu 2014 kr. 29.500 (VR/LÍV 22.200).
Framlög til fræðslu- og starfsmenntasjóða hækka um 0,1%.
Samningurinn í heild sinni