Við vinnum fyrir þig

Translate to

Kynning á nýjum kjarasamningi SGS og SA

Nýr kjarasamningur  Starfsgreinasamband Íslands (SGS) við Samtök atvinnulífsins (SA) var undirritaður þann 3. desember og voru aðildarfélögin að honum 17 talsins, þ.á.m. Báran, stéttarfélag. Þessi kjarasamningur felur í sér breytingar og viðbætur við aðalkjarasaminga aðildarfélaga SGS. Að mati samningsaðila styður samningurinn við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum. Samningurinn geti þannig byggt unndir stöðugleika og skapað forsendur fyrir langtímasamningi.

Gildistími samningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Allar umsamdar hækkanir gilda þannig fra 1. nóvember síðastliðnum og koma til greiðslu með desememberlaunum verði samningurinn samþykktur. Í skammtímasamningi er viðræðum um önnur atriði en launalið frestað.

 

Kosið verður um samninginn frá 9. desember til 19. desember og hvetjum við alla til að kjósa eftir sinni sannfæringu.

Kosið verður rafrænt á heimasíðu Bárunnar.

 

Hér er hægt að skoða nýja kauptaxtana

 

Hér fyrir neðan verður farið yfir helstu atriði í grófum dráttum.

 

Kjarasamningur SGS og SA 2022_English

Kjarasamningur SGS og SA 2022_Polish

 

Hækkun launa

 • Þann 1. nóvember 2022 hækka mánaðarlaun þeirra sem ekki taka laun eftir taxta um 33.000 kr.
 • Kauptaxtar hækka sérstaklega um að lágmarki 35.000 kr.
 • Með hækkun 1. nóvember 2022 hefur hagvaxtarauka sem koma átti til greiðslu 1. maí 2023, verið flýtt um sex mánuði og að fullu efndur

 

Desmerber- og oflofsuppbætur

Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár í fullu starfi:

 • Fyrir árið 2023 verður hún 103.000 kr.
 • Var 98.000 kr árið 2022

Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er:

 • Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2023 verður hún 56.000 kr.
 • er 53.000 kr. á yfirstandandi tímabili

 

 

 

Á þessum launatöflum sést hversu umfangsmiklar hækkaninar eru:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dæmi um hækkanir

Almennt iðnverkafólk í launaflokki 4

 • 1 árs taxti áður: 369.049 kr.
 • 1 árs taxti nú: 406.257 kr
 • Hækkun: 37.208 kr eða 10,08%

Almennt iðverkafólk í launaflokki 4

 • 5 árs taxti áður: 372.761 kr.
 • 5 árs taxti nú: 420.598 kr
 • Hækkun: 47.837 kr eða 12,83%

 

Almennt fiskvinnlsufólk í launaflokki 5

 • 1 árs taxti áður: 370.891 kr.
 • 1 árs taxti nú: 408.614 kr
 • Hækkun: 37.723 kr eða 10,17%

Almennt fiskvinnlsufólk í launaflokki 5

 • 5 árs taxti áður: 374.658 kr.
 • 5 árs taxti nú: 423.038 kr
 • Hækkun: 48.380 kr eða 12,91%

 

Almennir byggingaverkamenn í launaflokki 6

 • 1 árs taxti áður: 372.761 kr.
 • 1 árs taxti nú: 410.984 kr
 • Hækkun: 38.223 kr eða 10,25%

Almennir byggingaverkamenn í launaflokki 6

 • 5 árs taxti áður: 376.584 kr.
 • 5 árs taxti nú: 425.491 kr
 • Hækkun: 48.907 kr eða 12,99%

 

Hópferðabílstjórar í launaflokki 17

 • 1 árs taxti áður: 396.398 kr.
 • 1 árs taxti nú: 437.978 kr
 • Hækkun: 41.580 kr eða 10,49%

Hópferðabílstjórar í launaflokki 17

 • 5 árs taxti áður: 401.180 kr.
 • 5 árs taxti nú: 453.439 kr
 • Hækkun: 52.259 kr eða 13,03%