Við vinnum fyrir þig

Translate to

Kynningarfundur vegna kjarasamninga

Þann 20. nóvember 2015 var undirritaður nýr kjarasamningur á milli Starfsgreinasambandsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst kl. 08:00 þann 1. desember og stendur hún til miðnættis 8. desember. Atkvæðagreiðslan verður með rafrænum hætti og fer fram á vef SGS (www.sgs.is). Kjörgögn verða send út á næstunni.

Kynningarfundur vegna samninganna verður haldinn þriðjudaginn 1. desember kl. 17.00 að Austurvegi 56, Selfossi, 3. hæð. Við viljum hvetja þá sem ekki geta mætt að koma við á skrifstofunni og fara yfir samninginn.