Kynningarfundur vegna sveitarfélagssamnings á morgun í sal ÞSS Selfossi
Þann 30. júní sl. var undirritaður samningur milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands íslands vegna félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum. Báran er aðili að Starfsgreinasambandi Íslands.
Kynningarfundur vegna kjarasamningsins verður haldinn miðvikudaginn 13. júlí klukkan 12.00 í sal Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna, Austurvegi 56, Selfossi. Í boði verður léttur hádegismatur.
Einnig geta fulltrúar félagsins komið á vinnustaðinn og kynnt samninginn. Hægt er að panta fund með því að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 480-5000.
Við viljum minna á atkvæðagreiðsluna sem núna stendur yfir. Atkvæði verða að hafa borist kjörstjórn félagsins sem staðsett er á Selfossi fyrir kl. 16:00, þann 18. júlí nk. Atkvæði sem berast eftir það verða ekki talin, póststimpill gildir ekki.