Lægstu verðin á páskaeggjum hjá Bónus
Lægstu verðin á páskaeggjum hjá Bónus en þau hæstu í Super 1 og Iceland
Allt að 67% verðmunur var á páskaeggjum mill verlsana í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi 11. apríl. Munurinn á hæsta og lægsta verði nam oft mörg hundruð krónum og mest 1.400 krónum á einu og sama páskaegginu. Bónus var oftast með lægstu verðin á páskaeggjum eða í 28 af 30 tilfellum. Super 1 var oftast með hæstu verðin eða í 13 tilfellum af 30 en Iceland fylgir fast á eftir með hæstu verðin í 11 tilfellum. Lítið úrval var af páskaeggjum í Kjörbúðinni en einugnis 7 páskaegg af 30 voru fáanleg í búðinni. Engin páskaegg voru til í Costco.
Verð á matvöru sem er líkleg til að rata á borð landsmanna yfir páskana var einnig skoðað en mikill verðmunur reyndist í mörgum matvöruflokkum, þá sérstaklega á kjöti, grænmeti og ávöxtum en einnig á þurrvöru og drykkjarvörum. Þannig var allt að 170% verðmunur á nautgripahakki, 140% verðmunur á hamborgarahrygg, 180% verðmunur á jarðaberjum og 152% verðmunur á sætum kartöflum. 80% verðmunur var á fjölskylduís frá Kjörís, 77% verðmunur á appelsíni, 57% verðmunur á snakki og 65% verðmunur á Cheeriosi.
Getur munað mörg þúsund krónum á páskainnkaupunum eftir því hvar er verslað Verðmunurinn á páskaeggjum í könnuninni er mikill og ef verðmunurinn á páskamat er tekinn með í reikninginn er ljóst að spara má háar fjárhæðir í innkaupum fyrir páska með því að versla þar sem verð er lágt.
Af páskaeggjum var verðmunurinn mestur á litlum rís páskaeggjum frá Freyju, fjórum saman í pakka eða 67% en lægst var verðið í Bónus, 359 kr. en hæst í Hagkaup 599 kr. Í krónum talið var verðmunurinn mestur á Nóa Siríus risa páskaeggi, 1.401 kr. eða 25%. Lægst var verðið í Bónus 5.598 kr. en hæst var verðið 6.999 kr. í Super 1. Þá var 28% munur á hæsta og lægsta verði á Nóa Siríus eggi nr.7. Lægst var verðið í Bónus, 3.579 kr. en hæst, 4.599 kr. í Super 1 en það gerir 1.020 kr. verðmun.
Allt að 170% verðmunur á kjöti
Mikill verðmunur var á matvöru en í 45 tilfellum af 117 var verðmunurinn yfir 41% en í 27 tilfellum yfir 60%. Þar má nefna 170% verðmun á nautgripahakki sem kostaði minnst 853 kr. í Super 1 á tilboði en mest 2.999 kr. í Hagkaup og nemur verðmunurinn því 1.446 kr. Hamborgarahryggur með beini var 140% dýrari í Fjarðarkaup þar sem verðið var hæst, 2.398 kr. en í Nettó þar sem verðið var lægst, 999 kr. en það gerir 1.399 kr. verðmun. Þá var kílóverðið af frosnu lambalæri 120% hærra í Hagkaup þar sem það kostaði 2.199 kr. en í Bónus þar sem það var á 998 kr.
Mikill verðmunur var á ís milli verslana en sem dæmi má nefna kostuðu 2l af fjölskylduís m. súkkulaði frá Kjörís minnst í Nettó og í Kjörbúðinni, 598 kr. en mest í Hagkaup, 1.079 kr. sem gerir 80% eða 481 kr. verðmun. Þá var 180 % verðmunur á jarðaberjum sem kostuðu minnst, 998 kr. kg í Bónus en mest 2.796 kr. kg í Iceland og gerir það 1.798 kr. verðmun.
Sjá öll verð í meðfylgjandi töflu
Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni eða í 69 tilfellum af 117 en Iceland oftast með það hæsta eða í 48 tilfellum.
Um könnunina
Í könnuninni var hilluverð á 117 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef að afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina.
Könnunin var framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum en þær eru: Bónus Smáratorgi, Krónan Granda, Nettó Granda, Super 1 Faxafeni, Fjarðarkaup, Hagkaup Skeifan, Iceland Engihjalla og Costco. Í könnuninni er einungis gerður samanburður á verði en ekkert mat er lagt á gæði eða þjónustu viðkomandi verslana.
Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.