Lágmarkstekjutrygging orðin 300 þúsund krónur
Þann 1. maí sl. hækkuðu laun almennt um 3% samkvæmt kjarasamningi SGS og SA. Lágmarkslaun hækkuðu enn meira eða sem nemur 7% og er lágmarkstekjutrygging fyrir fullt starf því orðin 300 þúsund krónur. Um er að ræða mikilvægan og langþráðan áfanga en eins og svo margir muna þá fór Starfsgreinasambandið fram með þá skýru kröfu í kjarasamningaviðræðunum 2015 að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Sú krafa er því orðin að veruleika í dag, þökk sé órofa samstöðu og krafti félagsmanna.
Nýútgefna kauptaxta sambandsins má nálgast hér
Nánari upplýsingar á heimasíðu Starfsgreinasambandsins, www.sgs.is