Við vinnum fyrir þig

Translate to

Landsmennt og Dale Carnegie hafa skrifað undir samstarfssamning

Landsmennt og Dale Carnegie hafa skrifað undir samstarfssamning um fjarþjálfun þar sem starfsmenntasjóðurinn Landsmennt greiðir allt að 100% af fjárfestingunni. Námskeið eru nýjung á Íslandi og eru öll Live Online sem þýðir að þau ,,eru í beinni“ og bjóða upp á virka þátttöku í rauntíma. Sérmenntaðir þjálfarar og tæknimenn eru á öllum námskeiðum. Þú tekur virkan þátt, leysir verkefni og vinnur í hópum. Sérhannað fjarþjálfunarumhverfi gerir viðkomandi kleift að ná hámarks árangri og það er einfalt að taka þátt.

 

Úrval Live Online námskeiða – 100% niðurgreiðsla

Samningur við Landsmennt tryggir félagsmönnum stéttarfélaga innan vébanda Landsmenntar allt að 100% niðurgreiðslu upp að 30.000 kr.

Sjáðu úrvalið á https://island.dale.is/live-online/

10.000 þátttakendur á ári mæla með Live Online:

  • Virk þátttaka þar sem þú getur spurt spurninga og unnið í hópum
  • Einn sérmenntaður þjálfari og annar Digital Producer á öllum námskeiðum
  • Sérhannað fjarþjálfunarumhverfi í samvinnu við Webex / Cisco
  • Tækniaðstoð í öllum tímum á öllum námskeiðum
  • Þaulreyndar þjálfunaraðferðir og kennsluefni

 

Hvernig virkar Live Online?Þú velur dagsetningu á dale.is sem þér hentar og skráir þig. Áður en námskeiðið hefst sendum við þér slóð sem þú smellir á og þá opnast þjálfunarumhverfið. Á okkar námskeiðum eru alltaf tveir þjálfarar og annar þeirra er tæknimaður, þér til aðstoðar allan tímann. Á nokkrum mínútum kennum við þér á kerfið og eftir það tekur þú virkan þátt. Einfalt, skemmtilegt og árangursríkt.

Gæði

Yfir 10.000 manns á ári útskrifast af Live Online námskeiðunum okkar. Öll þjálfun hefur ISO vottun og í 4 ár í röð höfum við verið valin í hópi bestu þjálfunar fyrirtækja heims.