Launahækkanir 1. Janúar
Kjarasamningsbundnar launahækkanir tóku í gildi þann 1. janúar 2022. Við hvetjum félagsmenn eins og alltaf að skoða vel launaseðilinn um mánaðarmótin.
Búið er að uppfæra kauptaxta sem má finna undir Kjarasamningar og kauptaxtar ásamt eldri kauptöxtum.
Starfsfólk á almennum vinnumarkaði: (kjarasamningur SGS og SA)
Kauptaxtar á almenna markaðinum hækkuðu um kr. 25.000-,
Almenn mánaðarlaun fyrir fullt starf hækkuðu um kr. 17.250.
Aðrir kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækkuðu um 2,5% á sömu dagsetningu.
Einnig hækkuðu lágmarkstekjur fyrir fullt starf og verða 368.000 kr. á mánuði fyrir fullt starf frá 1. janúar 2022.
Starfsfólk sveitarfélaga: (kjarasamningar SGS og Launanefndar sveitarfélaga)
Kauptaxtar hjá sveitarfélögunum hækkuðu um kr. 25.000-.
Starfsfólk ríkisins: (kjarasamningur SGS og Ríkissjóður)
Kauptaxtar hjá ríkinu hækkuðu um kr. 17.250.