
Launahækkanir koma til greiðslu 30.04.2020
Núna um þessi mánaðarmót koma til greiðslu launahækkanir sem tóku gildi um síðustu mánaðarmót.
Launahækkun 1. apríl 2020
Kauptaxtar hækka um 24.000 kr. ( fyrir þá sem eru með lágmarkslaun miðað við taxta)
Almenn hækkun mánaðarlauna er 18.000 kr. ( fyrir alla )
Kjaratengdir liðir kjarasamninga hækka um 2,5%, nema um annað hafi verið samið.
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf
Frá 1. apríl 2020: 335.000 kr. á mánuði.
Mánaðarlega skal greiða uppbót á laun viðkomandi starfsmanna sem ekki ná framangreindum
tekjum, en til tekna í þessu sambandi teljast allar greiðslur, þ.m.t. hverskonar bónus-, álags- og
aukagreiðslur, sem falla til innan ofangreinds vinnutíma. Launauppbót vegna
lágmarkstekjutryggingar skerðist ekki vegna samningsbundinnar launahækkunar vegna
aukinnar menntunar sem samningsaðilar standa sameiginlega að. Laun fyrir vinnu umfram
173,33 stundir á mánuði og endurgjald á útlögðum kostnaði reiknast ekki með í þessu
sambandi.
Desember- og orlofsuppbót árið 2020
Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár m.v. fullt starf er 51.000 kr.
Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár m.v. fullt starf er 94.000 kr.
Launatafla frá 1. apríl 2020 – 31. desember 2020