Launamenn, athugið launaseðla !
Nokkuð hefur borið á ákveðnum misskilningi hvað varða nýgerða kjarasamninga. Þeir samningar sem búið er að samþykkja kveða á um prósentuhækkun eða krónutöluhækkun. Miðað við launatöflur sem fylgja undirrituðum kjarasamningum þá er ljóst að um sameiginlega túlkun Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands er að ræða.
Samkvæmt útreikningum þá hækka laun kr. 282,353 og þar undir um kr. 12,000 en á laun þar yfir reiknast prósentuhækkun ( 4,25 % ).
Hér er átt við taxtalaun, ekki laun eftir að reiknaðir hafa verið bónusar eða aðrir kaupaukar svo dæmi sé tekið.
Benda má á að sameiginlegt markmið samningsaðila var að hækka lægstu laun umfram önnur og er þetta sú leið sem samið var um milli atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar.
Séu menn enn í vafa má benda mönnum á að kynna sér nýútgefnar launatöflur þar sem þetta er útreiknað með hækkunum.
Falli menn ekki inn í taxta en eru á launum sem ekki ná fyrrgreindri upphæð skal greiða krónutöluhækkunina.
Rétt er að benda á að ekki hefur verið gengið frá öllum kjarasamningum en ofangreint gildir um alla þá sem afgreiddir hafa verið.
Við hvetjum félagsmenn til að fylgjast með að umsamin hækkun sé rétt reiknuð og vekja athygli vinnuveitanda síns á þeirri túlkun sem hér hefur verið útskýrð.
Nánari upplýsingar er að finna á skrifstofu Bárunnar, stéttarfélags í síma 480 5000
Einnig má senda póst á netföngin: