Launataxtar í Vinnuskólanum !
Hér má sjá launataxta ungmenna í Vinnuskólanum frá 30 Vinnuskólum / Sveitarfélögum !
Það er ýmislegt sem vekur athygli í þessari samantekt og þá einna helst munurinn á milli lægsta og hæsta taxta í hverjum árgangi fyrir sig. Hjá 13 ára ungmennum er hann 132.3%, hjá 14 ára 83.48%, hjá 15 ára 78.95%, hjá 16 ára er hann 99.8% og hjá 17 ára ungmennum er munurinn á milli lægsta og hæsta taxta 12.75%.