Við vinnum fyrir þig

Translate to

Laust starf hjá ÞSS

Þjónustuskrifstofa stéttarfélaganna á Suðurlandi  óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa í fullt starf á skrifstofu sína Austurvegi 56, Selfossi.

Skrifstofan sinnir þjónustu við félagsmenn þriggja stéttarfélaga (Báran, stéttarfélag, Verslunarmannafélag Suðurlands og Félag iðn- og tæknigreina). Leitað er eftir einstaklingi sem hefur mikla þjónustulund og áhuga á verkalýðsmálum. Viðkomandi þarf að geta unnið bæði sjálfstætt og í samstarfi við aðra.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið:

  • Almenn móttaka og símsvörun
  • Umsjón með eldhúsi og fundarsal
  • Undirbúningur og þátttaka á fundum
  • Umsjón með orlofshúsum
  • Vinnustaðaeftirlit
  • Önnur verkefni

Hæfniskröfur:

  • Áhugi á málefnum launafólks
  • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð þekking á upplýsingatækni, s.s. Word og Excel
  • Góð almenn tungumálakunnátta

Umsókn skilist til Þórs Hreinssonar skrifstofustjóra, á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi Austurvegi 56 800 Selfossi fyrir 8. apríl nk

eða á thor@midja.is.