Við vinnum fyrir þig

Translate to

Leiðbeiningar vegna atkvæðagreiðslu

Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Bárunnar, stéttarfélags sem vinna á almennum vinnumarkaði er hafin. Hér eru fyrir neðan eru leiðbeiningar til að geta greitt atkvæði um kjarasamningana.  Athugið að þeir sem vinna eftir kjarasamningum við ríki og sveitarfélög greiða ekki atkvæði í þessari kosningu. Kjarasamningurinn er borinn undir atkvæði félagsmanna í leynilegri, rafrænni atkvæðagreiðslu sem líkur kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 21. janúar 2014. 896

Félagsmenn geta fengið aðstoð við að kjósa rafrænt yfir helgina hjá Halldóru í síma 896-5724 eða Þór í síma 865-6020.

 

Atkvæðagreiðslan fer fram á:

Kjörseðill minniKjörseðill minniEkki lengur hægt að kjósa

 

Félagsmenn þurfa að skrá sig inn með sínu notandanafni og lykilorði sem þeir fengu sent í pósti. Eftir innskráningu birtist atkvæðaseðilinn. Kjörgögn voru send út á föstudaginn og ættu að berast til félagsmanna næstu tvo daga. Einnig er hægt að kjósa á skrifstofu félagsins.

ATH nota þarf bandstrik í kennitölu.

ATH ef þú vilt ekki taka afstöðu ýtir þú á senda án þess að merkja við já eða nei.

ATH ef fleiri en einn kjósa í sömu tölvu þarf að gæta þess að sá sem búinn er að kjósa skrái sig út á eftirfarandi hátt: Efst á skjánum er svört rönd, lengst til hægri er kennitalan og þar þarf að skrá sig út áður en næsti getur kosið.

Virkar ekki lykilorðið? Möguleiki er að lítið L sé stórt i  eða að stórt i sé lítið L. Einnig getur stafurinn o verið núll eða öfugt.

 Þeir sem ekki fá send kjörgögn eru beðnir að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 480-5000. Athugið að kosningu lýkur kl. 12.00 þann 21. janúar nk. og verður þá lokað fyrir aðgang.