
Líf og fjör á öskudaginn
Í dag öskudaginn er búið að vera líf og fjör á Austurvegi 56. Margir hressir krakkar í skrautlegum búningum tóku lagið. Krakkarnir sögðu að vel hefði gengið að safna nammi og að æfingar fyrir daginn hefðu gengið prýðilega. Nokkrir starfsmenn skrifstofunnar klæddu sig einnig upp í tilefni dagsins.