MÁL FÉLAGSLIÐA TIL RÁÐHERRA
Fulltrúar Félags íslenskra félagsliða, Starfsgreinasambandsins og Eflingar fóru á fund Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra í morgun til að fylgja eftir kröfum um löggildingu stéttarinnar. Gert var grein fyrir áralangri baráttu félagsliða fyrir löggildingu og mikilvægi hennar fyrir veg og virðingu þeirra hátt í eitt þúsund sem sótt hafa sér nám í félagsliðun.
Lögð var áhersla á að kynna námið og starfið og mikilvægi þess að fá löggildingu, ekki bara fyrir starfandi félagsliða heldur einnig vegna aukinnar gæði þjónustu sem félagsliðar veita.
Landlæknisembættið hefur verið með til umfjöllunar mönnunarþörf og menntunarþörf heilbrigðisstétta og hefur nú skilað skýrslu um málið til ráðherra. Valdið er því í hans höndum og var skorað á hann að bregðast hratt og örugglega við óskum um löggildingu.
Hér má sjá minnisblað sem afhent var ráðherra á fundinum.
Frétt tekin af heimasíðu SGS