Meðalíbúðin kostar nú tólfföld lágmarkslaun
Mánaðaryfirlit ASÍ, sviðs stefnumótunar og greiningar í apríl fjallar um þróun húsnæðismarkaðar.
Ekkert lát er á hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og ekki verða greind teikn um að þeirri þróun verði snúið við á næstunni. Þrátt fyrir talsverða hækkun launa hefur verð á húsnæði farið vaxandi umfram tekjuþróun og er nú svo komið að 85 fermetra íbúð kostar um tólfföld árslaun þeirra sem lægstar tekjur hafa borið saman við tíföld árið 2011.
Í yfirlitinu er að finna ítarlega greiningu á þróun þessa markaðar síðustu ár og segir þar að hækkunartaktur húsnæðisverðs síðustu mánuði sé hinn mesti frá 2018. Á ársgrundvelli hefur fjöldi kaupsamninga ekki verið meiri frá 2007.
Í yfirlitinu er einnig að finna greiningu á stöðu láglaunafólks með tilliti til þróunar leigumarkaðar.