Mikill meirihluti félagsmanna Bárunnar, stéttarfélags segir já
Niðurstaða Kjörstjórnar Bárunnar stéttarfélags vegna atkvæðagreiðslu um kjarasamning milli SGS og SA liggur fyrir. Já sögðu 87%. Atkvæðagreiðslan stóð yfir frá því kjörseðlar voru sendir út til félagsmanna þann 12. maí sl. og lauk kl. 16.00 í gær. Niðurstaðan hefur verið tilkynnt sáttasemjara og Samtökum atvinnulífsins.