Við vinnum fyrir þig

Translate to

Mikill verðmunur á dekkjum

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á 14,15 og 16´´ sumar– og heilsárshjólbörðum hjá söluaðilum víðsvegar um landið sl. þriðjudag. Mikill verðmunur er á milli þeirra, en mestur verðmunur í könnuninni var á 16´´ sumarhjólbarða fyrir meðalbíl eða 76%. Dekkverk var oftast með lægsta verðið en Max 1 oftast með það hæsta.

Verðlagseftirlitið tekur fram að í samanburðinum er eingöngu verið að skoða ódýrasta stykkjaverð óháð gæðum. Verðlagseftirlitið vill benda neytendum á að skoða heimasíðu FÍB til að finna nánari upplýsingar um gæði og öryggi hjólbarða.

Sumardekk

14´´ sumardekk (175/65R14) var ódýrast á 8.800 kr./st. hjá Dekkverk og dýrast á 13.983 kr./st. hjá Max 1 sem var 5.183 kr. verðmunur eða 59%.

15´´ sumardekk (195/65R15) var ódýrast á 10.400 kr./st. hjá Dekkverk og dýrast á 17.940 kr./st. hjá Max 1 sem var 7.540 kr. verðmunur eða 73%.

16´´ sumardekk (205/55R16) var ódýrast á 12.800 kr./st. hjá Dekkverk og dýrast á 22.512 kr./st. hjá Max 1 sem var 9.712 kr. verðmunur eða 76%, sem er mesti verðmunurinn í könnuninni.

Heilsársdekk

14´´ heilsársdekk (175/65R14) var ódýrast á 10.250 kr./st. hjá Dekkverk og dýrast á 15.990 kr./st. hjá AB – varahlutum á Akureyri sem var 5.740 kr. verðmunur eða 56%.

15´´ heilsársdekk (195/65R15)  var ódýrast á 12.800 kr./st. hjá Dekkverk og dýrast á 18.899 kr./st. hjá Max 1 sem var 6.099 kr. verðmunur eða 48%.

16´´ heilsársdekk (205/55R16) var ódýrast á 14.956 kr./st. hjá Vöku og dýrast á 24.899 kr./st. hjá Max 1 sem var 9.973 kr. verðmunur eða 67%.

Sjá nánar niðurstöður í töflu á heimasíðu ASÍ.

Bílabúð Benna, Gúmmívinnustofan SP dekk, Kvikkfix, Bílavogur, BJB, JL tækni, Dekkjahöllin, Nesdekk, N1, Hjólbarðaþjónusta Magnúsar Selfossi, Toyota Selfossi, Gúmmívinnslan og Kraftbílar neituðu þátttöku í verðkönnun verðlagseftirlitsins.

Kannað var verð á hjólbarða af stærðum 14,15 og 16´´ á 20 hjólbarðaverkstæðum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Verðin sem birt eru í könnuninni eru án afsláttar.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð á þjónustu að ræða en ekki var lagt mat á gæði voru eða þjónustu söluaðila.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

 Tekið af heimasíðu ASÍ