Við vinnum fyrir þig

Translate to

Mjög mikil ánægja með Kvennaverkfallið

 

Kvennaverkfallið fór fram í gær 24. október víðsvegar um landið. Báran, Stéttarfélag og FOSS, stéttarfélag buðu upp á rútuferðir frá Selfossi á baráttufundinn á Arnarhóli. Gaman var að sjá hversu margir nýttu sér það. Mætingin á Arnarhól var með eindæmum góð og talið er að met hafi verið slegið. Það gefur auga leið að svona þátttaka gefur skýr merki um það að langt er í land þegar að jafnrétti kynjanna á í hlut og því nauðsynlegt að minna á þessa baráttu með degi eins og þessum.