Myndband um starfsendurhæfingarferilinn
Sérfræðingar VIRK hafa unnið stutt myndband með auglýsingastofunni PIPAR með það að markmiði að skýra starfsendurhæfingarferilinn, hvernig hann snýr að einstaklingnum sem nýtir sér þjónustuna.
Mjög fjölbreyttur hópur leitar til VIRK og leitast er við að veita hverjum þeirra starfsendurhæfingarþjónustu við hæfi. Í myndbandinu er tveimur ímynduðum notendum þjónustunnar, þeim Sigmari og Ástríði, fylgt eftir frá því að þau hverfa af vinnumarkaði og þar til þau snúa aftur til vinnu. Þetta eru ekki dæmi um flóknustu tilfellin sem VIRK hefur tekist á við, en ekki heldur þau auðveldustu.
Hér má sjá fræðslumyndband VIRK.
Frétt tekin af heimasíðu ASÍ