Við vinnum fyrir þig

Translate to

Næsta lota í verkfalli

Á miðnætti í kvöld hefst önnur lota í boðuðum verkfallsaðgerðum. Þessi lota mun standa til miðnættis 7. maí. Ef félagsmenn Bárunnar, stéttarfélags verða varir við verkfallsbrot eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 480-5000 eða á netfangið baran@baran.is. Verkfallsverðir munu fara um félagssvæðið til að fylgjast með því að verkfallið verði virt. Félagsmenn sem  eru tilbúnir að bjóða sig fram er bent á að hafa samband við Hjalta á skrifstofu Bárunnar í síma 480 5000 eða á netfangið hjalti@tss.is