Námskeið fyrir trúnaðarmenn
Trúnaðarmannanámskeið I 2. þrep verður haldið 20. og 21. nóvember 2012 n.k í fundarsal Þjónustuskrifstofu Stéttarfélaganna, Austurvegi 56, Selfossi . Meðal efnis er lestur launaseðla, launaútreikningur og samskipti á vinnustað.
Skráning fer fram á heimasíðu Félagsmálaskóla Alþýðu. Nánari upplýsingar gefur Sigurlaug hjá Félagsmálaskólanum í síma 535 5600
Stiklur um efnið
Nemendur læra að fara yfir launaseðil og læra framsetningu þeirra.
Nemendur læra að reikna út dagvinnu, yfirivinnu og stórhátíðarkaup svo og hvíldartíma
Farið er í mikilvægi varðveislu launaseðla
Farið er í frádráttarliði og skatt.
Nemendur fá verkefni sem felast í útreikningum launa og launaliða.
Nemendur læra að þekkja samhengið milli sjálfstrausts og framkomu og hvaða áhrif það hefur á samskipti.
Farið er í hvernig hægt er að skapa gott andrúmsloft á vinnustað.
Nemendur læra að þekkja undirstöðuatriði tjáskipta og áhrif framkomu okkar á umhverfið.
Nánari upplýsingar um dagskrá námskeiðs. .