Við vinnum fyrir þig

Translate to

Námskeið fyrir trúnaðarmenn á haustmisseri

Fræðsludagskrá haustsins  fyrir trúnaðarmenn Bárunnar, stéttarfélags  hefur nú litið dagsins ljós.  Félagsmálaskóli alþýðu mun halda námskeiðin. Trúnaðarmenn geta valið um eitt námskeið á haustmisseri:

 

TRÚNAÐARMANNANÁMSKEIÐ 2, 7. ÞREP.

23. og 24. október (miðv.d. og fimmtud.) kl. 09.00 –16.00.

Staðsetning: Fjölheimar v/Bankaveg 800 Selfoss.

Efni: Kynning á náms- og starfsráðgjöf og færnimappa talsmannsins. Trúnaðarmaðurinn tekur með sér eitthvert af þessum skjölum til að prófa:  Viðurkenningarskjöl frá námskeiðum, úr námi, starfi og einkunnir úr skóla.

 

TRÚNAÐARMANNANÁMSKEIÐ I, 1. ÞREP.

04. – 06. nóvember (mánud. til miðv.d.), kl. 09.00 – 16.00.

Staðsetning: Þjónustuskrifstofa stéttarfélaganna á Suðurlandi, Austurvegi  56, 800 Selfoss.

Efni: Trúnaðarmaðurinn – starf og staða, þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn . Trúnaðarmaðurinn – starf og staða. Samskipti á vinnustað.

 

Minnt er á að námskeiðin eru opin öllum trúnaðarmönnum félagsins. Skráning er hafin og fer fram á netfanginu thor@midja.is eða á skrifstofu félagsins í síma 480-5000. Skráningu líkur viku fyrir námskeið.