Við vinnum fyrir þig

Translate to

Námskeið í gerð aðventukransa

Í byrjun jólaundirbúnings buðu Verslunarmannafélag Suðurlands, Báran stéttarfélag og Félag iðn- og tæknigreina félagsmönnum á jólaföndurnámskeið. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Erla Björg Arnardóttir frá Grænna landi á Flúðum. Á námskeiðinu lærðu þátttakendur að útbúa eigin jólaskreytingar og þar urðu meðal annars til margir glæsilegir aðventukransar. Þátttakendur voru sammála um að námskeiðið hafi verið skemmtilegt og lærdómsríkt.