Við vinnum fyrir þig

Translate to

Námskeiðið Á tímamótum

Báran stéttarfélag í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands bjóða þeim félagsmönnum sem huga að starfslokum vegna aldurs að sækja námskeiðið Á tímamótum.

Á námskeiðinu verður  m.a. fjallað um: Félagslega þætti og breytingar sem verða á lífi fólks við starfslok, þjónustu sveitarfélaga við eldri borgara og hvernig hægt er að nálgast hana, þjónustu Tryggingastofnunar og málaflokka sem heyra undir hana og Sjúkratryggingar Íslands. Reglur um greiðslur ellilífeyris verða kynntar. Þá verður fjallað um hvernig hægt er að undirbúa sig heilsufarslega undir efri árin. Þar sem gert er ráð fyrir mikilli þátttöku verða fjögur námskeið haldin.

Námskeiðið er að kostnaðarlausu fyrir félagsmenn Bárunnar, stéttarfélags.

Á tímamótum 15 stundir

Tímasetning: 4. – 20. október 2011

Staður: Iða á Selfossi

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.00 til 18.50

 

Á tímamótum 15 stundir

Tímasetning: 27. október – 15. nóvember 2011

Staður: Iða á Selfossi

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.00 til 18.50

 

Á tímamótum 15 stundir

Tímasetning: 10. – 26. október

Staður: Grunnskólinn í Hveragerði

Mánudaga og miðvikudaga kl. 17.00 – 18.50

 

Á tímamótum 15 stundir

Tímasetning: 17. október – 3. nóvember 2011

Staður: Hella/Hvolsvöllur

Mánudaga og fimmtudaga kl. 17.00 – 18.50

 

Innritun er í síma 480-8155. Nánari upplýsingar hjá Fræðsluneti Suðurlands eða Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi.