Við vinnum fyrir þig

Translate to

Niðurstaða kosninga vegna kjarasamninga milli SGS og SA

Niðurstaða kosninga vegna kjarasamninga milli Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Bárunnar, stéttarfélags undirritaður þann 29. maí 2015.  Gildir frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018.

Á kjörskrá voru 844,  120 greiddu atkvæði eða 14,22 %

Já sögðu 86 eða 71,67 %

Nei sögðu 32 eða 26,67 %

Auðir og ógildir 2 eða 1,67 %

Samningurinn er samþykktur.

 

KJARASAMNINGUR SAMÞYKKTUR ALLS STAÐAR

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamninga Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og voru samningarnir samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Starfsgreinasambandið fór með umboð 15 aðildarfélaga í viðræðunum og hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu um samningana. Í heildina var kjörsókn rúmlega 25%, já sögðu 79,95% en nei sögðu 18,43%. Auðir seðlar voru 1,62%. Á kjörskrá voru 9.589 manns.

Niðurstöðurnar voru alls staðar afgerandi og teljast samningarnir á hinum almenna vinnumarkaði sem undirritaðir voru 29. maí síðastliðinn því samþykktir hjá eftirfarandi félögum: AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífandi stéttarfélagi, Einingu – Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Samstöðu stéttarfélagi, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Þórshafnar. Niðurstöður atkvæðagreiðslu SGS 22062015

Tekið af heimasíðu SGS