Við vinnum fyrir þig

Translate to

Hjalti Tómasson - Marta Katarzyna Kuc - Þór Hreinsson - Halldóra Sigríður Sveinsdóttir - Gunnar Karl Ólafsson

Ný Heimasíða Bárunnar – Fréttabréf og fleira

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á nýja heimasíðu okkar

 

Báran, stéttarfélag hefur nú opnað nýja heimasíðu félagsins. Við höfðum auðvelt aðgengi að helstu upplýsingum að leiðarljósi og tökum vel móti ábendingum um hvaða efni þið viljið sjá hér. Einnig höfum við innleitt mínar síður, þar sem að hægt er að sækja um heilsu og forvarnarstyrki, menntastyrki og sjúkradagpeninga. Mínar síður eru ennþá í stillingum þannig ef að þú lendir í vandræðum hafðu þá samband eða sæktu um á gamla mátan. Við erum viss að þetta muni nútímavæða þá þjónustu sem að við bjóðum uppá með tilheyrandi tímasparnaði. Okkur langar að þakka þeim hjá APmedia fyrir alla þá aðstoð og þjónustu sem við fengum hjá þeim í þessu ferli.

Translate to your language

Now you can read the page in a language of your choosing. go to the top of the page to change the language.

Desember uppbót 2021

Nú fer að líða að jólum og þar með Desemberuppbót. Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót/persónuuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót/persónuuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga.

Drífa ávarpaði Þing ETUC

Drífa Snædal, forseti ASÍ, ávarpaði í dag þing ETUC (Evrópusamband verkalýðsfélaga) sem haldið er í Lissabon í Portúgal. Hún gerði endurreisnina eftir Covid faraldurinn að umtalsefni í ræðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Önnur umræðuefni á þinginu hafa snúist um lágmarkslaun í Evrópu, stöðu verkalýðshreyfingarinnar í álfunni og fækkun þeirra sem taka laun samkvæmt kjarasamningum.

Fjölgun trúnaðarmanna

Starfsmenn Bárunnar hafa undanfarið verið í átaki sem miðar að því að fjölga trúnaðarmönnum á félagssvæðinu og farið á milli vinnustaða og rætt við starfsfólk um gildi trúnaðarmanna á vinnustöðum. Móttökur hafa verið mjög góðar og greinilegt að þörf var orðin á að kynna þetta, ekki síst fyrir yngra fólki.

Trúnaðarmenn stéttarfélaganna eru mikilvægur þáttur í starfi stéttarfélaga og frá trúnaðarmönnum koma oftar en ekki ábendingar um ýmislegt sem snertir kaup og kjör starfsfólks og það ratar oftar en ekki í í kröfugerð fyrir kjarasamninga. Einnig er það greinilegt að þar sem eru virkir trúnaðarmenn er allajafna minna um ágreining sem berst til skrifstofunnar enda auðveldara að leysa málin inni á vinnustaðnum. Trúnaðarmönnum standa til boða ýmis námskeið og félagið passar upp á að koma á framfæri upplýsingum til félagsmanna gegnum trúnaðarmannakerfi sitt.

Í kjölfar þessa átaks hefur trúnaðarmönnum fjölgað og fleiri vinnustaðir eru í farvatninu.

Við hjá Bárunni þökkum fyrir móttökurnar og bjóðum þá trúnaðarmenn sem komnir eru velkomna í stækkandi hóp hjá öflugu stéttarfélagi um leið og við hvetjum til þess að starfsmenn þar sem ekki eru trúnaðarmenn, að ræða þetta sín á milli og hafa samband við félagið ef áhugi er til staðar.

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir 

Formaður Bárunnar Stéttarfélags