Ný heimasíða Bárunnar, stéttarfélags
Báran, stéttarfélag hefur flutt vefþjónustu félagsins yfir á fyrirtæki staðsett á Suðurlandi. Gerður hefur verið samningur við Endor vefþjónustu á Selfossi um um vistun, viðhald og uppfærslur á þeim vefþjóni sem vefsíðan eru hýst á. Markmiðið með þessum breytingum er að geta veitt meiri upplýsingar en áður til félagsmanna og í leiðinni að auka hagræði í rekstri síðunnar. Á meðfylgjandi mynd má sjá Grétar Magnússon hjá Endor og Örn Braga Tryggvason varaformann Bárunnar stéttarfélags undirrita samning um vistun heimasíðunnar.