Við vinnum fyrir þig

Translate to

NÝ LAUNATAFLA VEGNA AÐSTOÐARFÓLKS FATLAÐS FÓLKS

Búið er að undirrita nýja launatöflu vegna aðstoðarfólks fatlaðs fólks samkvæmt samningi á milli Starfsgreinasambands Íslands og NPA miðstöðvarinnar. Launahækkun tekur gildi frá 1. maí síðastliðnum og eru byrjunarlaun nú 267.823 krónur á mánuði, eftir eitt ár í starfsgrein eru mánaðarlaunin 275.107 krónur, eftir þrjú ár í starfsgrein eru þau 282.610 krónur og eftir fimm ár í starfsgrein eru mánaðarlaunin 290.339 krónur. Orlofsuppbót frá 1. maí 2015 er 42.000 krónur eins og í öðrum kjarasamningum á hinum almenna markaði. Frekari breytingar á samningnum eru væntanlegar en þeim viðræðum verður fram haldið í ágústmánuði. Þar ber hæst ákvæði um sólarhringsvaktir, en nýleg lagabreyting veitir þessum hópi undanþágu frá almennum hvíldartímareglum á vinnumarkaði, tímabundið og háð umsögn og eftirliti. Stefnt er að því að undirrita nýjan heildarkjarasamning til rúmlega þriggja ára fyrir lok ágúst. Þessi launatafla gildir frá 1. maí 2015 til 30. apríl 2016:

Mán.laun Dagvinna Yfirvinna Stórh.kaup 33% álag 55% álag 90% álag 16,5% bakv.álag 27,5% bakv.álag
Byrj.-laun 267.823 1.557,11 2.781,34 3.682,56 513,85 856,41 1.401,40 256,92 428,20
1 ár í st.gr. 275.107 1.599,46 2.856,99 3.782,72 527,82 879,70 1.439,51 263,91 439,85
3 ár í st.gr 282.610 1.643,08 2.934,91 3.885,89 542,22 903,70 1.478,78 271,11 451,85
5 ár í st.gr. 290.339 1.688,02 3.014,17 3.992,16 557,05 928,41 1.519,21 278,52 464,20