Nýr framkvæmdarstjóri starfsgreinasambandsins í heimsókn
Nýr framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands kom í heimsókn á skrifstofu Bárunnar, stéttarfélags í gær 8. október.
Nýr framkvæmdarstjóri er Drífa Snædal sem tók við starfi 17. september sl. Með henni í för var annar nýr starfsmaður Starfsgreinasambandsins, Árni Steinar Stefánsson.
Drífa hefur mikla þekkingu og reynslu af félagsmálstörfum og er með meistaragráðu í vinnurétti frá Háskólanum í Lundi.
Árni kemur frá Vinnumálastofnun þar sem hann hefur starfað undanfarin ár sem ráðgjafi og sérfræðingur.
Drífa og Árni hafa verið á ferð um landið síðustu vikur og heimsótt skrifstofur aðildarfélaga til að kynna sig og ekki síður, til að kynna sér það mikla starf sem unnið er á vegum aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands.
Báran, stéttarfélag bíður Drífu og Árna velkominn til starfa og lítur björtum augum til framtíðar í samstarfi við þau.