Nýr innri þjónustuvefur Bárunnar, stéttarfélags
Í morgun var tekinn í notkun nýr og glæsilegur innri vefur Bárunnar, stéttarfélags sem er aðgengilegur öllum félagsmönnum. Tilgangurinn með vefnum er meðal annars að auðvelda upplýsingaflæði til félagsmanna Bárunnar sem starfa víðsvegar á félagssvæðinu.
Til að fá aðgang að þjónustuvefnum þarf að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 480-5000 eða í tölvupósti baran@baran.is og fá uppgefið lykilorð til innskráninga.
Á þjónustuvefnum er margvísleg þjónusta fyrir félagsmenn, má þar nefna:
- Yfirlit yfir iðgjöld sem borist hafa til félagsins.
- Yfirlit yfir greiðslur sem félagsmaður hefur þegið úr sjóðum félagsins. Má þar nefna greiðslur úr sjúkrasjóði (sjúkradagpeninga og sjúkrastyrki), greiðslur úr fræðslusjóðum, vinnudeilusjóði o.fl.
- Einnig eru aðgengilegar upplýsingar úr orlofskerfi, punktasaga ásamt úthlutuðum orlofshúsum.
- Ýmsar umsóknir eru nú aðgengilegar á þjónustuvefnum, má þar nefna umsóknir úr sjóðum félagsins, beiðni um nýtingu persónuafsláttar og umsóknir um orlofshús.
Er það von okkar að þessi þjónustuvefur auðveldi félagsmönnum upplýsingaöflun um stöðu sína og bæti aðgengi að þeirri þjónustu sem félagið veitir.
Hnappurinn til að opna innri vefinn er efst til hægri á heimasíðu félagsins.