
Nýr kjarasamningur – leiðrétting vegna hagvaxtarauka í ræstingum
Taxtar fyrir tímamælda og flatarmælda ákvæðisvinnu í ræstingum hækka afturvirkt frá 1. apríl 2022 vegna hagvaxtaraukans. Um er að ræða atriði sem samið var um í nýjum samningi við ríkið, en þessi hópur hafði setið eftir hvað varðar launahækkanir frá 1. apríl í fyrra. Sjá nánar á bls. 1 og 2 í Kjarasamningi SGS og ríkisins.
Fyrir tímamælda ákvæðisvinnu í ræstingum frá kl. 08–20 mánudaga til föstudaga greiðist eftirfarandi tímakaup, sbr. gr. 1.6.1.1:
Frá 1. apríl 2022: 2.426,43 kr.
Frá 1. apríl 2023: 2.672,47 kr.
Fyrir tímamælda ákvæðisvinnu í ræstingum aðra tíma vikunnar, þó ekki kl. 00:00-08:00, greiðist eftirfarandi tímakaup, sbr. gr. 1.6.1.2:
Frá 1. apríl 2022: 2.927,24 kr.
Frá 1. apríl 2023: 3.224,06 kr.
Fyrir flatarmælda ákvæðisvinnu í ræstingum greiðist eftirfarandi, sbr. gr. 1.6.2.1:
Gólfræsting
Fiml.hús
Salerni
Frá 1. apríl 2022
592,26 kr.
513,48 kr.
667,73 kr.
Frá 1. apríl 2023
652,32 kr.
565,55 kr.
735,44 kr.