Við vinnum fyrir þig

Translate to

Nýr kjarasamningur milli Bárunnar og Dvalarheimilisins Kumbaravogs

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning milli Bárunnar, stéttarfélags og Dvalar og hjúkrunarheimilisins Kumbaravogs lauk þann 21. febrúar.

Á kjörskrá voru alls 35. Þátt í atkvæðagreiðslunni tóku 23 eða 66% félagsmanna á kjörskrá. Af þeim sögðu 23 já eða 100%.

Helstu atriði samningsins eru:

  • Kjarasamningurinn felur í sér verulegar launahækkanir við upphaf samnings þar sem launataxtar hækka um 25.000 kr. en þó að lágmarki um 7,7%.
  • Að meðaltali hækka laun starfsfólks samkvæmt kjarasamningnum um 9,45% afturvirkt frá 1. maí 2015.
  • Þann 1. júní 2016 hækka launataxtar um 15.000 kr. en þó að lágmarki um 5,5%.
  • Þann 1. júní 2017 hækka laun um 2,5%. Auk þess kemur inn ný launatafla þar sem bil á milli launaflokka verður 1,1% þannig að sama bil verður aftur á milli flokka til samræmis við niðurstöðu sem samið var um árið 2014.
  • Þann 1. júní 2018 hækka launataxtar um 2,0%.
  • Sérstök eingreiðsla kemur 1. febrúar 2019 að upphæð kr. 42.500, miðað við þá sem eru í fullu starfi í desember 2018 og enn í starfi í janúar 2019. Greitt er hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.
  • Með nýjum kjarasamningi var sérstök áhersla á hækkun lægstu launa og hækkar því tekjutryggingin um 40,2% á samningstímanum eða 86.000 kr. og fer úr 214.000 kr. í 300.000 kr. í júní 2018.
  • Orlofsuppbót hækkar um 23% á samningstímanum og fer í 44.500 kr. í maí 2016 en verður komin í 48.000 kr. í lok samnings.
  • Desemberuppbót hækkar um tæplega 21% og fer í 100.700 kr. á árinu 2015 en 113.000 kr. í lok samningstíma.

Breyting á grein 2.6.2 um vaktavinnu Gerð var breyting á grein 2.6.2 um vaktavinnu, þar sem stofnunum er nú gert að leggja drög að vaktskrá 6 vikum áður en að hún tekur gildi þar sem jafnframt er lögð áhersla á að uppsöfnun vinnutíma sé takmörkuð eins og frekast er unnt.

  • Er hér verið að horfa til þess að viðverukerfi eða tímabankar leiði ekki til verulegra frávika á raunvinnutíma miðað við ráðið starfshlutfall í hverjum mánuði. Þá eiga starfsmenn að fá í framhaldinu einnar viku svigrúm til að gera athugasemdir og óska eftir breytingum á fyrirliggjandi drögum að vaktskrá. Einnig fá nú starfsmenn greidda 2 tíma aukalega ef þeir eru kallaðir til vinnu um helgar eða á næturvakt með stuttum fyrirvara, miðað við 8 tíma vakt.