
Nýr kjarasamningur SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga kynntur !
Starfsmenn Bárunnar, stéttarfélags munu á næstu dögum heimsækja stofnanir á félagssvæði Bárunnar til að kynna nýjan samning. Í framhaldi af þeim heimsóknum verða svo rafrænar kosningar um samninginn. Við hvetjum því alla til að kynna sér samninginn og taka þátt í kosningunni. Ykkar atkvæði skiptir máli !
Helstu atriði samningssins eru þessi
- Laun hækka um 90.000 kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 til 1. janúar 2022. Þann 1. janúar 2023 hækka laun í samræmi við hækkanir á almennum vinnumarkaði.
- Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30.0 dagar.
- Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi.
- Vegna þess hversu lengi það hefur dregist að gera kjarasaming fá félagsmenn greidda eingreiðslu, upp á samtals 195.000 kr., miðað við fullt starf tímabilið 1. apríl til 31. desember 2019. Til frádráttar kemur 125.000 kr. innágreiðsla frá því í október 2019.
- Persónuuppbót sem greiðist 1. maí ár hvert og nemur 50.450 kr. fyrir fullt starf árið 2020. Desemberuppbót hækkar úr 115.850 kr. árið 2019 í 124.750 kr. árið 2022.
- Launað námsleyfi, Heimilt er að veita starfsmanni, sem starfað hefur skv. þessum samningi samfellt hjá sama sveitarfélagi í 3 ár, launað leyfi í samtals þrjá mánuði til þess að stunda viðurkennt nám sem veitir ákveðin starfsréttindi.
Þær stofnanir sem heimsóttar verða fyrst eru:
Föstudagur 24.01.2020
Kl 10:00 – Leikskólinn Hulduheimar
Kl 12:00 – Búsetuþjónusta, Vallholti 9
Kl 13:00 – Leikskólinn Brimver, Eyrabakka
Þriðjudagur 28.01.2020
Kl 10:00 – Leikskólinn Árbær
Miðvikudagur 29.01.2020
Kl 10:00 – Leikskólinn Álfheimar
Fimmtudagur 30.01.2020
Grímsnes og Grafningshreppur, félagsheimili klukkan 09.00
Ef áhugi er að fá heimsókn frá stéttarfélaginu, þá er um að gera að hafa samband við félagið á netfangið baran@baran.is eða hringja í síma 480-5000 og skipuleggja heimsókn.