Við vinnum fyrir þig

Translate to

NÝR KJARASAMNINGUR VIÐ NPA MIÐSTÖÐINA

í síðustu viku undirritaði Starfsgreinasamband Íslands nýjan kjarasamning við NPA miðstöðina. Samningsviðræður hafa staðið yfir í dágóðan tíma og liggur mikil og góð samvinna samningsaðila að baki samningsins. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018 og tekur hann til vinnu félagsmanna aðildarfélaga SGS í störfum sem aðstoðarfólk fatlaðs fólks. Þá tekur samningurinn mið af aðalkjarasamningi SGS við Samtök atvinnulífsins og hefur sömu samningsforsendur og hann.

Samninginn í heild má lesa hérPdf-icon.