Við vinnum fyrir þig

Translate to

Nýr samningur við Landsvirkjun samþykktur

Starfsgreinasambandið og Landsvirkjun skrifuðu undir nýjan kjarasamning þann 5. apríl síðastliðinn, en um er að ræða samning sem nær til félagsmanna innan aðildarfélaga SGS sem starfa hjá Landsvirkjun vítt og breitt um landið. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024 og byggir á kjarasamningi SGS og SA sem undirritaður var 3. desember síðastliðinn.

Með kjarasamningnum fylgir ný launatafla sem gildir frá 1. nóvember 2022. Kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækka um 5% frá 1. nóvember 2022 og þá taka desember- og orlofsuppbætur einnig hækkunum. Desemberuppbót miðað við fullt starf verður 149.400 kr. á árinu 2023 og orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2023 verður 149.400 kr. m.v. fullt starf.

Samningurinn fór í rafræna atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem stóð yfir dagana 13. til 20. apríl þar sem samningurinn var samþykktur af öllum þeim sem greiddu atkvæði.

Kjarasamningur SGS og Landsvirkjunar 2022-2024.

 

Frétt fengin af heimasíðu SGS.

Mynd fengin af vefsíðu Landsvirkjunar.