Nýtt námskeið fyrir félagsliða
Námskeiðið „Faglegar nálganir og persónulegur styrkur“ er 15 stunda námskeið fyrir félagsliða sem haldið verður hjá Fræðsluneti Suðurlands á Selfossi. Um er að ræða nýtt námskeið sem eru liður í að efla endurmenntun fyrir félagsliða. Félagsmenn og stofnanir geta sótt um námsstyrk vegna námskeiðsins hjá Bárunni.
Hvernig á að efla og viðhalda faglegri nálgun og eldmóði? Beitt verður fjölbreyttum aðferðum við að virkja hæfileika s.s. til faglegra og árangursríkra samskipta, að auka persónulegan styrk og fleira. Verkfærataska félagsliða skoðuð og bætt í hana.
- Tími: Miðvikudagur 10. febrúar, þriðjudagur 16. febrúar og miðvikudagur 17. febrúar kl. 17.00 – 20.30
- Staður: Fjölheimar, Selfossi
- Verð: 30.500
- Leiðbeinendur: Marín Björk Jónasdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur og náms- og starfsráðgjafi og Þórkatla Þórisdóttir kennari og félagráðgjafi
Nánari upplýsingar og skráning