Við vinnum fyrir þig

Translate to

Nýtt tímaskráningar app

t_image568cdb484810c Nýtt tímaskráningar app hefur verið tekið í notkun.

Þetta app er frítt og til þess ætlað að auðvelda launafólki að fylgjast með og halda utan um vinnutíma sinn. Kerfið skráir viðverutíma á vinnustað og heldur meðal annars utan um veikindadaga.

Kerfið nýtir sér einnig staðsetningartækni nútímans og hægt er að láta það minna sig á að skrá sig inn og út af vinnustað. Einnig eægt er að skrá sig gegnum Facebook. Tilgangurinn er að gera launafólki kleyft að fylgjast með vinnutímum og bera saman við launaseðla til að sannreyna að rétt sé reiknað. Einnig er þetta hugsað til að auðvelda stéttarfélögunum að reikna út og sannreyna tímaskráningar og launagreiðslur ef uppi er grunur um að ekki sé rétt reiknað af hálfu launagreiðanda.

Appið má ná nálgast á eftirfarandi síðum:

Apple:

https://itunes.apple.com/us/app/klukk/id1048984062?ls=1&mt=8

Einnig aðgengilegt hjá Google hér:

https://play.google.com/store/apps/details?id=is.stokkur.klukk.android

Stéttarfélögin hvetja alla launamenn á vinnumarkaði að ná sér í þetta app og hlaða niður á farsíma sína. Appið er sáraeinfalt í notkun og ætti að vera öllum aðgengilegt.

Farið verður í öfluga kynningar herferð í febrúar af hálfu Alþýðusambandsins.