Önnur sveitarfélög fylgi fordæminu
Alþýðusamband Íslands fagnar þeirri ákvörðun borgarráðs að hætta við fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir Reykjavíkurborgar, en það gerir borgin til að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt í komandi kjarasamningum. ASÍ skorar á aðra að fylgja fordæmi borgarráðs.
Forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, skorar á önnur sveitarfélög að fylgja fordæmi höfuðborgarinnar og hækka ekki sínar gjaldskrár. Það sama segir hann eiga við um ríkisstjórnina en í fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir víðtækum gjaldskrárhækkunum á ýmsum sviðum sem þurfi að endurskoða.