Opinn fundur um atvinnumál með þingmönnum Suðurkjördæmis
Báran, stéttarfélag, Verslunarmannafélag Suðurlands, Félag iðn- og tæknigreina, Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi og Verkalýðsfélag Suðurlands boða til fundar þar sem rædd verður staða og framtíð atvinnumála á Suðurlandi.
Fundurinn verður haldinn í Félagsheimlinu Stað á Eyrarbakka miðvikudaginn 28. september kl. 20.00. Fundarstjóri verður Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands.
Meðal þess sem spurt verður:
Hver er stefna þingmanna kjördæmisins í atvinnuuppbyggingu á svæðinu?
Stendur til að leggja niður fangelsið á Litla Hrauni?
Á að loka sjúkrahúsunum á Suðurlandi?
Hver eru sjónarmið þingmanna á nýtingu virkjanakosta á Suðurlandi?
Sýnum samstöðu og leggjumst öll á árarnar til þess að rödd sunnlendinga heyrist þegar kemur að ákvörðunartöku sem skiptir íbúa svæðisins miklu máli til framtíðar.