Við vinnum fyrir þig

Translate to

Opinn fundur um staðsetningu nýrrar Ölfusárbrúar

Verslunarmannafélag Suðurlands boðar til opins fundar fimmtudagskvöldið 26. febrúar 2015 kl. 20:00 í sal félagsins við Austurveg 56 á Selfossi þar sem umræðuefnið verður um staðsetningu nýrrar Ölfusárbrúar á Selfossi.

Á meðal frummælenda verða Guðmundur Valur Guðmundsson, verkefnisstjóri Vegagerðarinnar vegna nýju brúarinnar og Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi í Árborg, Guðmundur Lárusson, bóndi í Stekkum, fulltrúi verslunareigenda og jafnvel fleiri.

Opinn fundur um Ölfusárbrú 26  febrúar 2015

Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Ráðgert er að fundinum verði lokið kl. 22:00.

Ljósmynd af Ölfusárbrú: MHH.