Við vinnum fyrir þig

Translate to

Báran Orlofshús

Orlofshús Bárunnar, stéttarfélags sumarið 2012

Báran stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins á Flúðum, Akureyri og í Reykjavík til umsókna fyrir sumar 2012. Umsóknarfrestur er til 10. apríl nk. Hægt er að sækja um á heimasíðu félagsins www.baran.is. eða í gegnum síma Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna 480-5000. Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir 11. apríl nk. Öllum umsóknum verður svarað skriflega.

Ný íbúð Sjúkrasjóð Bárunnar
Sjúkrasjóður Bárunnar hefur fest kaup á íbúð að Sóltúni 28 í Reykjavík fyrir skjólstæðinga sjóðsins. Íbúðin er fyrst og fremst hugsuð fyrir þá sem einhverra hluta vegna þurfa að dvelja lengri eða skemmri tíma í Reykjavík af heilsufarsástæðum. Íbúðin er leigð almennt eins og önnur orlofshús félagsins og fellur þá undir reglur um útleigu almennra orlofshúsa.